Arnar Þór Jónsson héraðsdómari:
„Fyrirvarar sem stjórnvöld hyggjast gera einhliða vegna fyrirhugaðrar innleiðingar þriðja orkupakka Evrópusambandsins hér á landi í gegnum EES-samninginn munu enga þýðingu hafa komi til þess að fjárfestar vilji leggja sæstreng á milli Íslands og Evrópu.“
Þetta segir Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, á Facebook-síðu sinni. Þar segir hann að reyni íslenska ríkið að standa í vegi fyrir því að sæstrengur verði lagður munu verða höfðað samningsbrotamál gegn ríkinu sem það muni tapa þar sem orka sé skilgreind sem vara samkvæmt EES-samningnum, en svonefnt fjórfrelsi samningsins gerir meðal annars ráð fyrir frjálsu flæði á vörum innan Evrópska efnahagssvæðisins.
Nánar á vefsíðu Mbl. 28. maí 2019