Vafi leikur á um hvort þriðji orkupakkinn samræmist stjórnarskrá vegna valdframsals til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Þeirri leið sem utanríkisráðherra hefur valið varðandi innleiðingu pakkans er hins vegar ætlað að útiloka stjórnskipunarvandann að svo stöddu.
Þetta sögðu þeir Friðrik Árni Friðriksson Hirst landsréttarlögmaður og Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, þegar þeir komu fyrir fund utanríkismálanefndar í gær. Þar gerðu þeir grein fyrir álitsgerð sinni um þriðja orkupakkann sem þeir unnu að beiðni utanríkisráðuneytisins.
Nánar á vefsíðu Mbl 7. maí 2019