Vilhjálmur Birgisson á 1. maí 2019:
„Raforka á að vera á forræði og í eigu þjóðarinnar og ekki á að fara með hana eins og hverja aðra vöru á markaði. Rafmagn er undirstaða tilveru okkar í dag og það er samfélagsleg ábyrgð að tryggja framleiðslu og flutning til allra, sú ábyrgð er of mikil til að markaðsöflin fái að véla með hana, enda hefur markaðsvæðing grunnstoða yfirleitt ekki bætt þjónustu, lækkað verð né bætt stöðu starfsfólks.
Öll munum við markaðsvæðingu fjármálakerfisins fyrir hrun þar sem fjárglæframenn einkavæddu gróðann og skattgreiðendur sáttu uppi með tapið, þessa sögu þekkjum við öll allt of vel!
Það er forsenda fyrir áframhaldandi uppbyggingu lífsgæða að eignarhald á auðlindum sé í samfélagslegri eigu og að við njótum öll arðs af nýtingu auðlindanna og getum ráðstafað okkar orku sjálf til uppbyggingar atvinnu hér á landi.
Nánar á vef Verkalýðsfélags Akraness