Guðni Ágústsson f.v. ráðherra:
“ Lagaspekingarnir segja: „Möguleg lausn gæti falist í því að þriðji orkupakkinn verði innleiddur í íslenskan rétt með lagalegum fyrirvara um að ákvæði hans um grunnvirki yfir landamæri, t.d. 8. gr. reglugerðar nr. 713/-2009, öðlist ekki gildi, enda er slíkum grunnvirkjum ekki fyrir að fara hér á landi.“
Þetta þýðir víst að sæstrengirnir verði aðeins lagðir ef Alþingi lögfesti það. Þessari lausn, ef lausn skyldi kalla, lýkur svo með orðum þeirra: „Þessi lausn er þó ekki gallalaus.“ Þarna bregða þeir fyrir sig Ara fróða „hvað sem missagt er í fræðum þessum, þá er skylt að hafa það heldur er sannara reynist“. Þetta er fullkominn lögfræðilegur fyrirvari. Þeir þvo hendur sínar eins og Pílatus forðum, fría sig af ákvörðun Alþingis í framtíðinni. „
Nánar í Mbl þ. 18. apríl 2018