Guðni Ágústsson f.v. ráðherra:
“ Hvað líða mörg ár þar til þeir innlendu og erlendu auðmenn, sem nú eru að kaupa upp landið og ætla að selja orkuna, virkjunarréttinn og vatnið eins og epli og appelsínur, hafa kært hið íslenska ákvæði um sæstreng? EES-samningurinn opnaði fyrir jarðakaup útlendinga og sumir segja að jarðalög, sem undirritaður bar ábyrgð á sem landbúnaðarráðherra, hafi opnað enn frekar leið þeirra. Jarðakaup á Íslandi voru leyfð útlendingum með EES-samningi. Réttur þeirra var innleiddur í EES. Strax um aldamótin 2000 fór eftirlitsstofnun ESA að krefjast breytinga á jarðalögum frá 1976. Þau stönguðust á við EES-samninginn. Það var ekkert íslenskt ákvæði til. Til að forðast lögsókn og skaðabætur varð að breyta jarðalögum og jafna leikreglurnar. „
Nánar á vefsíðu Viljans