Dóra Sif Tynes skrifar í Kjarnanum:
„Kjósi Alþingi að hafna því að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara á ákvörðun sameiginlegu EES nefndarinnar er ekki staðan sú að menn einfaldlega setjist niður í sameiginlegu EES nefndinni og semji aftur. Samkvæmt 103. gr. EES-samningsins leiðir höfnun á því að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara til þess að framkvæmd viðkomandi hluta EES samningsins er frestað til bráðabirgða nema sameiginlega EES-nefndin ákveði annað. Síðan tekur við málsmeðferð samningsins um lausn deilumála sem eftir atvikum getur falið í sér beitingu öryggisráðstafanna, þ.e. að hlutum samningsins sé kippt úr sambandi, að minnsta kosti tímabundið.“
Nánar á Kjarninn.is