fbpx

Orkupakki Evrópusambandsins

Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins ritar grein í Morgunblaðið 29. nóvember 2018 þar sem hann færir rök fyrir því að Ísland eigi ekki að innleiða reglur ESB um orkumál. Jón gerir eftirfarandi tillögu „Setj­umst niður með viðsemj­end­um okk­ar og för­um yfir mál­in á þess­um grunni. Ég sé ekki að þær þjóðir hafi, eins og sak­ir standa, sér­staka hags­muni af því að við inn­leiðum regl­ur ESB um orku­mál. Fyr­ir Norðmenn er málið mik­il­vægt, því þeir eiga í mikl­um og að þeirra mati ábata­söm­um viðskipt­um við Evr­ópu­lönd vegna sölu á raf­orku. Í mín­um huga er þetta ein­falt mál en það má vel vera að niðurstaðan verði flókn­ari en virðist við fyrstu sýn, það kem­ur þá í ljós þegar á reyn­ir.“ Grein Jóns í heild sinni:

Fyr­ir skömmu sótti ég ásamt öðrum þing­mönn­um EFTA-nefnd­ar Alþing­is fundi í Brus­sel og Genf til að ræða sam­starf á grund­velli EFTA-samn­ings­ins. Eðli máls sam­kvæmt var inn­leiðing þriðja orkupakk­ans á Íslandi þar til umræðu.

Þegar kem­ur að reglu­verki um nýt­ingu nátt­úru­auðlinda okk­ar skap­ast eðli­lega líf­leg­ar umræður og sýn­ist sitt hverj­um. Skýr­asta dæmið er lög um fisk­veiðistjórn­un og veiðigjald sem hafa verið deilu­mál í ára­tugi. Í huga margra er það grund­vall­ar­atriði þegar kem­ur að aðild okk­ar að EES að í þeim mála­flokki ráðum við sjálf reglu­verk­inu. Þó að regl­urn­ar séu um­deild­ar verður að halda því til haga að á sviði sjáv­ar­út­vegs­mála höf­um við náð ár­angri langt um­fram aðrar þjóðir sem stunda fisk­veiðar. Ein ástæðan fyr­ir þeim ár­angri er aðild okk­ar að EES-sam­starf­inu sem hef­ur tryggt okk­ur aðgang að innri markaði ESB og skapað þannig grunn fyr­ir ábata­söm viðskipti við þess­ar ná­grannaþjóðir okk­ar.

EES-samn­ing­ur­inn er að þessu leyti og svo mörgu öðru, ákaf­lega hag­felld­ur þjóðarbú­inu þrátt fyr­ir að við höf­um orðið að gang­ast und­ir reglu­verk þar sem mörg­um okk­ar finnst að stund­um sé of langt seilst. Í ein­hverj­um til­fell­um skrif­ast það á okk­ar reikn­ing því við stóðum ekki vakt­ina úti í Brus­sel þegar reglu­verkið var í smíðum, því það er á því stigi sem við höf­um tæki­færi til að koma at­huga­semd­um okk­ar á fram­færi og eft­ir því sem við á, að leggja til breyt­ing­ar sem við vilj­um ná fram eða að sækja um und­anþágur frá ein­hverj­um þeim regl­um sem til stend­ur að færa í lög.

Sjálf­bær nýt­ing nátt­úru­auðlinda er okk­ur Íslend­ing­um hlut­falls­lega mik­il­væg­ari en öðrum þjóðum og þess vegna eðli­legt að umræður verði krefj­andi. Þetta á við um orkupakk­ann. Íslend­ing­ar fram­leiða um það bil 50 MW-stund­ir af raf­orku á hvern lands­mann á sama tíma og Norðmenn fram­leiða 15 MW-stund­ir. Þess­ar tvær þjóðir bera höfuð og herðar yfir aðrar þegar kem­ur að þess­ari fram­leiðslu. Það er því eðli­legt að marg­ir hafi áhyggj­ur þegar þeir telja að inn­leiðing reglu­verks ESB geti haft tak­mark­andi áhrif á ákv­arðana­töku okk­ar um skipu­lag þess­ara mála til lengri framtíðar og mögu­lega kallað fram hækk­un á raf­orku­verði til heim­ila og al­menns fyr­ir­tækja­rekstr­ar í land­inu.

Þeir sem héldu um stjórn­artaum­ana þegar þessi veg­ferð hófst ákváðu að inn­leiða fyrsta og ann­an orkupakk­ann og töldu að það yrði raf­orku­fram­leiðslu hér og neyt­end­um til hags­bóta. Ekk­ert af því sem þar var gert hefðum við ekki getað inn­leitt sjálf, eins og til að mynda að skapa grund­völl fyr­ir op­inn markað og sam­keppni í fram­leiðslu og sölu á raf­magni. Það höf­um við gert í sjáv­ar­út­vegi með því að hafa markað fyr­ir veiðileyfi og frjálsa sölu á sjáv­ar­af­urðum. Við þurft­um ekki ESB til að segja okk­ur fyr­ir verk­um í þeim efn­um og ár­ang­ur okk­ar er stór­kost­leg­ur borið sam­an við ár­ang­ur annarra þjóða. Í dag snýst deil­an um viðbót­ar skatt­lagn­ingu á grein­ina sem marg­ir telja að svig­rúm sé fyr­ir, á meðan aðrar þjóðir deila um hve mikið þær eigi að styrkja sinn sjáv­ar­út­veg.

Þróun reglu­verks ESB vegna orku­mála var ekki fyr­ir­séð þeim sem á sín­um tíma lögðu áherslu á inn­leiðingu þess hér á landi og það sér ekki fyr­ir end­ann á þeim mál­um. Eft­ir á að hyggja hefði því verið skyn­sam­legt að við þróuðum okk­ar eigið reglu­verk til að gæta hags­muna lands­manna og fyr­ir­tækja í land­inu. Tryggja eðli­leg­an markað og sam­keppni sem hefði skilað hag­kvæm­um rekstri og bætt hag neyt­enda. Ég get ekki séð að það skipti sam­starfsþjóðir okk­ar nokkru máli þó að við stæðum utan reglu­verks­ins um orku­mál. Þrátt fyr­ir að vera hlut­falls­lega stór­ir fram­leiðend­ur er markaður­inn hér ör­markaður í stóra sam­heng­inu, markaður sem skipt­ir ekki aðra en okk­ur máli m.a. ann­ars vegna þess hversu langt við erum frá markaði ESB og við erum ekki að tengj­ast þeim markaði á næstu árum, hvað sem síðar verður. Grund­vall­ar­spurn­ing okk­ar er því eðli­leg og henni velti ég upp á fundi með sam­starfsþjóðum okk­ar í vik­unni; á Ísland á þess­ari stundu eitt­hvert er­indi í sam­starf um orku­mál við ná­grannaþjóðirn­ar? Er þörf á því að efna hér á landi til deilna um viðkvæmt mál þegar af­leiðing­arn­ar eru eins óljós­ar og raun ber vitni og þá ekki síst með til­liti til þess að nú þegar er verið að und­ir­búa 4. orkupakk­ann? Ef við síðar tök­um þá ákvörðun að tengja Ísland með raf­orkusæ­streng til Evr­ópu er auðvitað allt önn­ur staða uppi og eðli­legt að þá þurfi að sam­ræma regl­ur hér þeim regl­um sem gilda á því markaðssvæði. Mín til­laga er því ein­föld: Setj­umst niður með viðsemj­end­um okk­ar og för­um yfir mál­in á þess­um grunni. Ég sé ekki að þær þjóðir hafi, eins og sak­ir standa, sér­staka hags­muni af því að við inn­leiðum regl­ur ESB um orku­mál. Fyr­ir Norðmenn er málið mik­il­vægt, því þeir eiga í mikl­um og að þeirra mati ábata­söm­um viðskipt­um við Evr­ópu­lönd vegna sölu á raf­orku. Í mín­um huga er þetta ein­falt mál en það má vel vera að niðurstaðan verði flókn­ari en virðist við fyrstu sýn, það kem­ur þá í ljós þegar á reyn­ir.

Deila þessu: