Leiðarahöfundur Morgunblaðsins þann 24. nóvember 2018 tekur orkupakkann til umfjöllunar og skrifar: „Í fyrstunni ætluðu yfirvöld landsins að renna þessu máli í gegn, enda væri það í senn bæði einfalt mál og sjálfsagt. Eftir að menn úr hópi þeirra sem best þekktu til tóku að benda á að ekki væri allt sem sýndist, voru höfð endaskipti á öllum röksemdum. Nú var málið orðið flókið og þess vegna hefði efasemdarmönnum tekist að skapa óróa í kringum það.“ og bætir við „Fari svo, að hlaupalið utanaðkomandi hagsmuna, sem kemur kunnuglega fyrir sjónir, láti sig hafa að ganga þessara erinda til enda, má augljóst vera að málið endar í þjóðaratkvæði.„