Frosti Sigurjónsson rekstrarhagfræðingur var gestur útvarpsþáttarins Harmageddon á Bylgjunni þann 22. nóvember 2018. Frosti sagði meðal annars að Ísland ætti að krefjast undanþágu frá þriðja orkupakkanum í heild sinni enda sé Ísland ótengt orkumarkaði ESB. Ísland væri nú þegar með ýmsar undanþágur frá EES reglum, m.a. undanþágu frá reglum um jarðgas. Frosti taldi að ESB hlyti að taka vel í að veita Íslandi undanþágu frá reglum EES um raforkumál. Ef slík undanþága fengist ekki auðveldlega væri það skýrt merki um að ESB teldi sig eiga einhverra hagsmuna að gæta varðandi raforku Íslands í framtíðinni. Þátturinn í heild.