Fjórir fulltrúar Orkunnar okkar fluttu erindi um orkupakkann á opnum fundi sem Miðflokkurinn boðaði til og haldinn var í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Sömu fulltrúar verða með framsögu á fundinum sem haldinn verður á Selfossi nú í kvöld. Nánari upplýsingar um hann með að því að smella hér.
Sigurður Páll Jónsson: Síðan þriðji orkupakkinn var tekinn til umræðu á Alþingi hefur mikill tími farið í að ræða þann fyrirvara sem ríkisstjórnin segist ætla að setja á innleiðinguna. Með fyrirvaranum verða reglugerðir orkupakkans innleiddar en gildistöku hluta þeirra frestað, þ.e. þeirra sem gætu farið á svig við stjórnarskrána. Þótt það megi vissulega deila um hvort slíkur fyrirvari hafi eitthvert gildi þá má jafnframt benda á að innleiðingin er ekki eins og hún á að vera og því má búast við að Eftirlitsstofnun EFTA hafi eitthvað út á það að setja. Í þessu samhengi er rétt að skoða nýlegar fréttir af þeirri málsókn sem á sér stað gegn stjórnvöldum í Belgíu. Ástæðan fyrir því að þessi málsókn er áhugaverð er sú að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins höfðar málið og hún gerir það sökum þess hvernig stjórnvöld þar í landi stóðu að innleiðingu þriðja orkupakkans.
Ása Hlín Benediktsdóttir: „Ég er á móti þriðja orkupakkanum einfaldlega vegna þess að ég tel að með honum sé verið að færa okkur enn einu skrefinu nær því að selja orku úr landi og rígbinda okkur enn frekar á klafa evrópska reglubáknsins og alþjóðavæðingarinnar. Þriðji orkupakkinn er bara enn ein birtingarmynd þess að við séum að gangast alþjóðavæðingunni á hönd og þá ekki bara sem hugmyndafræði heldur með bindandi samningum.“
Ef að líkum lætur afgreiðir þingið orkupakkann eftir rétt tæpan hálfan mánuð. Af því tilefni efnum við til síðasta söfnunarátaks okkar. Ætlunin er að ráðstafa því sem safnast í auglýsingar í því skyni að koma málstað okkar til allra kjósenda.
Frá mánaðarmótum höfum við boðið þeim, sem styrkja okkur um 2.000,- krónur, eins konar kvittun fyrir styrknum í formi límmiða í bíla. Í tilefni þess að það er menningarnótt um næstu helgi höfum við ákveðið lækka þetta styrktarframlag um helming. Miðinn fæst gegn 1.000,- króna framlagi út þessa viku.
Þú getur slegið tvær flugur í einu höggi; vakið athygli á málstaðnum og styrkt samtökin í leðinni
Pantaðu miða á orkanokkar@gmail.com Ef þú býrð utan höfuðborgarsvæðisins skaltu láta fylgja nafn greiðanda og heimilisfang þannig að við getum póstsent miðann. Þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu geta sótt miðana á tvo staði í Reykjavík einnig er möguleiki á að fá miðann keyrðan út.
Rétt er að minna á reikningsupplýsingar okkar sem eru að finna undir: Styrktu starfið
Ragnar Önundarson skrifar: „Almenningur vill njóta þeirrar ódýru, hreinu orku sem henni hefur verið lofað í tengslum við sérhverja nýja virkjun, árum og áratugum saman. Samt samþykkti Ísland 2.OP 2003, þ.e. að koma á „markaðsbúskap“ í orkuframleiðslu og að rafmagn skuli vera „vara“, háð fjórfrelsinu. Almenningur gerði sér ekki grein fyrir hvert var verið að leiða þjóðina. Í mikilvægustu málum okkar verðum við að móta okkar eigin stefnu, að loknum ítarlegum umræðum og fenginni bærilegri sátt. Þetta er afleiðing þess að við lofuðum ESB að elta löggjöf þess nánast í blindni.“