fbpx

Dr. Ólafur Ísleifsson þingmaður lýsir andstöðu við þriðja orkupakkann

Dr. Ólafur Ísleifsson þingmaður Flokks fólksins

Dr. Ólafur Ísleifsson þingmaður Flokks fólksins lýsti skýrri andstöðu við þriðja orkupakkann í viðtali við Útarp Sögu 16. nóvember 2018. Ólafur segir að Flokkur fólksins hefði tekið þá staðföstu stefnu að náttúruauðlindir landsins eigi að vera skilyrðislaust á algjöru forræði íslendinga og því ber að hafna innleiðingu orkupakka þrjú. ” við erum bara utan við þetta orkukerfi Evrópu og erum því í allt annari stöðu en til dæmis norðmenn hvað þessi mál varðar“, segir Ólafur. Hlusta má á viðtalið á vef Útvarps sögu.

Engin rök lögð fram um að orkupakki 3 sé hagstæður fyrir Íslendinga

Bændablaðið 15. nóvember 2018 fjallaði um orkapakka þrjú og hefur m.a. eftir Gunnari Þorgeirssyni formanni Sambands gróðurhúsabænda: „Ég hef ekki heyrt nein rök fyrir því að það sé gott fyrir Íslenska þjóða að innleiða þetta,“ Einnig er vitnað í ummæli Björns Bjarnasonar fv. ráðherra sem segir m.a. „Bændur og Bændablaðið eiga ekki að láta andstæðinga EES-samningsins í Noregi ráða afstöðu sinni í þessu máli“ og að lokum er vitnað í ítarlegar athugasemdir Bjarna Jónssonar verkfræðings við yfirlýsingu ráðuneytisins. Nánar á vef bbl.is

Segir hættu á að örfáar fjölskyldur eignist alla orku landsins verði orkupakkinn samþykktur

Guðmundur Franklín ræddi meðal annars Brexit og þriðja orkupakkann í Útvarpi Sögu þann 16. nóvember 2018.  Guðmundur segir að atburðarásin eftir samþykkt pakkans verði fyrirsjáanleg: ” Evrópusambandið bíður færis og með tíð og tíma segja þeir að ekki gangi að hafa orkuna á einni hendi þar sem það gangi gegn samkeppni og því yrði þessu skipt niður á fjögur fyrirtæki svona svipað eins og þegar bankarnir voru gefnir til glæpaklíkna, síðan eftir tíu til fimmtán ár þá eru það bara fjórar fjölskyldur í landinu sem eiga alla orkuna“. Hlusta á þáttinn á vef Útvarp Sögu

Alþingi á síðasta orðið

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, furðar sig á gagnrýni á þriðja orkupakkann því ákveðið hafi verið að innleiða orkupakkana fyrir fimmtán árum síðan. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Alþingi hafi síðasta orðið. Hægt er að hlusta á þáttinn hér