Eyjólfur Ármannsson skrifar í Mbl:
“ Í umræðu um OP3 minnast stjórnvöld aldrei á orkustefnu ESB en lýsa því yfir að aðalmarkmiði stefnunnar verði ekki fylgt nema með samþykki Alþingis. Frá fyrstu málsgrein fyrstu orkutilskipunar ESB í OP1 hefur markmið orkustefnu ESB verið skýrt. Það er að koma á innri raforkumarkaði ESB með samtengdum og rekstrarsamhæfðum raforkukerfum á milli ESB-ríkja. Þetta aðalmarkmið orkustefnu ESB er margítrekað í OP1, OP2 og OP3.
Viljum við hærra rafmagnsverð?
Sigurður Páll Jónsson skrifar:
„Þær breytingar sem eru fyrirsjáanlegar og nýtilkomnar hvað orkumálin varðar eru jú þriðji orkupakkinn og því er eðlilegt að velta fyrir sér hvort hann hafi eitthvað með málið að gera. Með þriðja orkupakkanum er auðvelt að sjá fyrir sér að orkuverð muni hækka því leiða má líkur að því að sæstrengur sé á döfinni, sérstaklega ef tekið er tillit til þess að hinn breski fjárfestir Edmund Truell segist vera tilbúinn með fjármagn til að leggja sæstreng og Landsvirkjun sjálf hefur sýnt mikinn áhuga á sæstreng.“
Þriðji orkupakki ESB: Pólitísk skálmöld
Viðar Guðjohnsen :
“Við skulum vona að forystumenn séu farnir að gera sér grein fyrir því að þriðja orkupakkanum fylgja pólitískar afleiðingar. Í raun er staðan orðin sú að ef menn sjá ekki að sér og hætta alfarið við innleiðingu þriðja orkupakkans gætu menn verið að festa í sessi alvarlega og djúpa stjórnarkreppu. Þeir stjórnmálamenn sem hafa hátt á samfélagsmiðlum og tala um einhverslags samevrópska ábyrgð í hvert sinn sem Brussel sendir okkur einhverja lagaflækju verða að hafa þetta í huga. Það er ábyrgðarleysi að ganga svo fram af kjósendum að þeir kjósa yfir sig stjórnarkreppu.”
Nánar á vefsíðu Mbl þ. 31. júlí 2019
Ísland er að dragast með í orkukreppu ESB
Friðrik Daníelsson:
“ Stefna ESB, eða réttara sagt draumar, er að „nýta orku aðildarlanda í þágu sambandsins“, mynda stórt samtengt orkukerfi ESB/EES með orkuver og orkufyrirtæki í einkaeigu sem lúta stjórnvaldi ESB eingöngu, án afskipta heimamanna.“
Plástur Haraldar settur á rangt sár
Bergþór Ólason:
“ Þeir finnast enn sem telja að best hefði verið að samþykkja Icesavesamningana, jafnvel finnast þeir sem telja að best hefði verið að samþykkja svokallaðan Svavarssamning, sem var alverstur. Ég hef haldið því fram að sú skoðun byggist á misskilningi á Icesavemálinu í heild, þeir sem halda þessu fram átti sig ekki á hvar áhættan lá í málinu. Svipuð staða er komin upp í málum tengdum þriðja orkupakkanum. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kom fram með tillögu að lausn á þeim ágreiningi sem uppi er í aðsendri grein í Morgunblaðinu 8. júlí sl.
Meira á vefsíðu Mbl. þ. 30. júlí 2019