Miðstjórn Framsóknarflokksins ályktar gegn orkupakkanum

Fréttavefurinn viljinn.is sagði frá því 18. nóvember 2018 að miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins hafi samþykkt svohljóðandi ályktun: „Orkuauðlindin er ein af mikilvægustu forsendum velmegunar í landinu. Miðstjórn Framsóknarflokksins áréttar mikilvægi þess að allar ákvarðanir í orkumálum verði í höndum Íslendinga og minnir á að stjórnarskrá Íslands leyfir ekki framsal ríkisvalds til erlendra stofnana. Aðstæður Íslands í orkumálum eru gjörólíkar þeim sem liggja til grundvallar orkulöggjöf ESB og því er óskynsamlegt að innleiða það regluverk hér. Auk þess hefur Ísland enga tengingu við orkumarkað ESB og Framsóknarflokkurinn telur slíka tengingu ekki þjóna hagsmunum landsmanna. Því skal fá undanþágu frá innleiðingu þriðja orkupakkans.“ Nánar á vef viljinn.is

Deila þessu:

Ísland undirgangist ekki sameiginlegan orkumarkað ESB

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vill klára þriðja orkupakkann með fyrirvara. Hann yrði um að Ísland undirgangist ekki ákvæði um sameiginlegan orkumarkað Evrópu fyrr en og ef Íslendingar ákveddu einhvern tímann í framtíðinni að þeir vildu tengjast Evrópu með sæstreng. Þetta sagði Sigurður Ingi á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag 17. nóvember 2018. Nánar í frétt RÚV

Deila þessu:

Dr. Ólafur Ísleifsson þingmaður lýsir andstöðu við þriðja orkupakkann

Dr. Ólafur Ísleifsson þingmaður Flokks fólksins

Dr. Ólafur Ísleifsson þingmaður Flokks fólksins lýsti skýrri andstöðu við þriðja orkupakkann í viðtali við Útarp Sögu 16. nóvember 2018. Ólafur segir að Flokkur fólksins hefði tekið þá staðföstu stefnu að náttúruauðlindir landsins eigi að vera skilyrðislaust á algjöru forræði íslendinga og því ber að hafna innleiðingu orkupakka þrjú. ” við erum bara utan við þetta orkukerfi Evrópu og erum því í allt annari stöðu en til dæmis norðmenn hvað þessi mál varðar“, segir Ólafur. Hlusta má á viðtalið á vef Útvarps sögu.

Deila þessu:

Engin rök lögð fram um að orkupakki 3 sé hagstæður fyrir Íslendinga

Bændablaðið 15. nóvember 2018 fjallaði um orkapakka þrjú og hefur m.a. eftir Gunnari Þorgeirssyni formanni Sambands gróðurhúsabænda: „Ég hef ekki heyrt nein rök fyrir því að það sé gott fyrir Íslenska þjóða að innleiða þetta,“ Einnig er vitnað í ummæli Björns Bjarnasonar fv. ráðherra sem segir m.a. „Bændur og Bændablaðið eiga ekki að láta andstæðinga EES-samningsins í Noregi ráða afstöðu sinni í þessu máli“ og að lokum er vitnað í ítarlegar athugasemdir Bjarna Jónssonar verkfræðings við yfirlýsingu ráðuneytisins. Nánar á vef bbl.is

Deila þessu: