
Sagt er frá því í frétt mbl.is 31. október 2012 að Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra og Johan Dahl, viðskipta- og iðnaðarráðherra Færeyja hafi undirritað viljayfirlýsingu um að kanna möguleika á raforkustreng milli landanna. Fram kemur í fréttinni að 60% af raforku í Færeyjum og öll húshitun byggi á brennslu olíu. Sambærileg úttekt hafi verið gerð 2007 og hún bent til þess að strengur til Færeyja myndi ekki vera hagkvæmur. Sjá frétt mbl.is um málið.