Raforkustrengur milli Íslands og Bretlands var helsta umfjöllunarefni ráðstefnu Bresk-íslenska verslunarráðsins sem fram fór 1. nóvember 2013 í London. Breski þingmaðurinn og fyrrum orkumálaráðherra, Charles Hendry sagðist sannfærður um að í Bretlandi væri pólitískur vilji til að skoða málið í þaula. Paul Johnson forstöðumarður þróunar hjá National Grid sagði Bretland þurfa að skoða fleiri sæstrengi til að efla orkuöryggi og hlut endurnýjanlegrar orku. Hann taldi National Grid hafa trú á sæstreng til Íslands, að það væri tæknilega framkvæmanlegt og ætti að geta reynst hagkvæmt. Sjá umfjöllun á vef Samorku og gögn ráðstefnunnar á vef Bresk Íslenska verslunarráðsins. Hér má sjá upptökur af erindum fyrirlesaranna.
Sturla Böðvarsson varar við áformum um sæstreng
mbl.is segir frá því 28. október 2013 að Sturla Böðvarson fv. samgönguráðherra setji ýmsar spurningar við áform Landsvirkjunar um sæstreng, hann vilji vita hvaða orkuver eigi að byggja til að tryggja almenningi í Bretlandi örugga og umhverfisvæna orku. Sjá frétt mbl.is
Ólafur Ragnar Grímson sagður ætla að skora á fjárfesta í London að styðja sæstreng
mbl.is segir þann 27. október 2013 frá frétt í Guardian þar sem boðað er að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands muni í þessari viku halda ræðu í London og skora á fjárfesta að styðja áform um sæstreng milli Íslands og Bretlands. Nánar í frétt mbl.is Þess ber að geta að þessi frétt var borin til baka af embætti forsetans.
Sæstrengur gæti skilað 40 milljörðum á ári
Mbl.is sagði frá því 25 september 2013 að GAMMA hefði unnið skýrslu fyrir Landsvirkjun til að greina áhrif sæstrengs á hag heimilanna. GAMMA telur að tekjuauki Landsvirkjunar gæti numið 40 milljörðum árlega. Nánar í frétt mbl.is
Niðurstaða ráðgjafahóps: Óljóst með hagkvæmni sæstrengs
mbl.is segir frá því í frétt 26. júní 2013 að ráðgjafahópur um lagningu raforkustrengs til Bretlands hafi nú skilað tillögum til Ragnheiðar Elínar Árnadóttur Iðnaðarráðherra. Hópurinn telji frekari upplýsingar þurfa svo hægt sé að fullyrða um þjóðhagslega hagkvæmni slíks strengs.
Lesa áfram „Niðurstaða ráðgjafahóps: Óljóst með hagkvæmni sæstrengs“