fbpx

Reuters: Brexit tefur áform um sæstreng til Íslands

Reuters fréttaveitan segir frá því í október 2016 að forstjóri Landsvirkjunar telji að Brexit muni tefja áform um sæstreng milli Íslands og Bretlands. Reuters hefur einnig eftir forstjóranum að áhugi Breta sé enn til staðar til lengri tíma litið og bætir við að árið 2027 gæti 1 GW kapall afhent 5-6 TWh af raforku á ári, sem myndi duga til að anna eftirspurn 1,6 milljón breskra heimila. Sjá nánar í frétt Reuters.

Deila þessu:

Cameron og Sigmundur skipa sæstrengshóp

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, ákváðu á fundi í Alþingishúsinu í gærdag að setja á stofn vinnuhóp sem verður falið að skoða möguleika þess að leggja sæstreng milli Íslands og Bretlands. Fyrir þremur árum skrifuðu íslensk og bresk yfirvöld undir viljayfirlýsingu um samstarf í orkumálum. Heimild: frétt ruv.is 29. október 2015

Deila þessu:

Orkustofnun veitir Atlantic Superconnection leyfi til rannsókna á hafsbotni

Þann 27. maí 2015 veitti Orkustofnun Atlantic Superconnection Corporation LLP, skráð í Englandi og Wales, leyfi til rannsókna á hafsbotni vegna raforkusæstrengs. Áætlað er að rannsóknirnar fari fram á tímabilinu 1. júní til 1. september 2015. Þess er getið að Orkustofnun hafi upplýst atvinnuvega- og nýsköpunaráðuneyti um fyrirhugaða leyfisveitingu. Hér er leyfisbréfið á vef Orkustofnunar.

Deila þessu:

Breskir fjárfestar vilja fjármagna sæstreng

Á vef mbl.is er sagt frá áformum breska félagsins Atlatic Superconnection Corporation (ASC) sem miðar að því að setja upp 1000 km langan sæstreng til Íslands. Verkefnið muni kosta 500 milljarða króna. Á fundi sem haldinn var á vegum Kjarnans og Íslenskra Verðbréfa hélt Charles Hendry, ráðgjafi og fyrrv. orkumálaráðherra Bretlands erindi, en hann er einn þeirra sem leiða það. Sagt er frá því að Hendry, hafi sem ráðherra undirritað viljayfirlýsingu við íslensk stjórnvöld um skoðun mögulegs sæstrengs milli landanna. Síðan hafi hann heimsótt landið nokkrum sinnum til að ræða við ráðamenn í tengslum við verkefnið. Nánar á mbl.is

Deila þessu: