Þriðji orkupakki Evrópusambandsins, sem verður hluti af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið ef Alþingi samþykkir, felur í sér að ríkisvaldið verður framselt til alþjóðlegra stofnana. Þetta er álit Stefáns Más Stefánssonar prófessors við lagadeild Háskóla Íslands. Stefán Már sem er sérfræðingur í Evrópurétti fjallaði um orkupakkann á fundi í Valhöll sem fram fór 29. ágúst 2018. Heimild frétt RÚV 30. ágúst 2018.
Forstjóri ACER á málþingi lagadeildar HÍ
Mbl.is segir frá því 13. ágúst 2018 að Alberto Ptotschnig forstjóri ACER hafi tekið þátt í málþingi lagadeildar Háskóla Íslands um þriðja orkupakkann. Mbl.is hefur eftir forstjóranum að ACER gefi út álit ef grunur vaknar um að reglum ESB sé ekki fylgt. Eftir að slíkt álit er gefið út hefur umrætt ríki fjóra mánuði til að gera viðeigandi ráðstafanir. Stofnunin hafi úrskurðarheimildir í deilumálum milli aðila enda sé það nauðsynlegt á sameiginlegum orkumarkaði. Hann bendir líka á að ríki sem flytji út orku muni líklega sjá verðhækkanir. Sjá nánar í frétt mbl.is
80% landsmanna andvíg því að frekara vald yfir orkumálum á Íslandi verði fært til stofnana ESB
Mbl.is fjallaði þann 13. maí 2018 um niðurstöður könnunar sem Capacent vann fyrir Heimssýn. Spurt var: Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) því að aukið vald yfir orkumálum á Íslandi verði fært ti l evrópskra stofnana? Samtals eru 80,5% þjóðarinnar andvíg því að færa vald yfir íslenskum orkumálum til evrópskra stofnana. Þar af eru 57,4% mjög andvíg og 23% frekar andvíg. Hins vegar eru 8,3% hlynnt því. Sjá nánar á vef mbl.is Einnig er fjallað ítarlega um könnunina á vef Heimsýnar.
Ætla í mál vegna þriðja orkupakkans
Spegill RÚV fjallaði þann 17. apríl 2018 um áform samtakanna Nei til EU um að höfða mál vegna innleiðingar þriðja orkupakkans í EES samninginn. Samtökin telja valdframsalið ekki samrýmast stjórnarskránni.
Efast um þátttöku í samevrópska orkukerfinu
Rúv.is segir frá því 4. apríl 2018 að Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna vilji að skoðað verði hvort rétt sé að Ísland verði áfram hluti af regluverk Evrópusambandsins um orkumál. Hann óttist að samevrópska orkumálakerfið geti komið í veg fyrir að hægt verði að nýta orkuauðlindirnar hér til að gera ísland kolefnishlutlaust fyrir árið 2040. Sjá nánar í frétt Ruv.is