fbpx

Þriðji orkupakki ESB: „Frestur er á illu bestur“

Steinn Jónsson læknir

Steinn Jónsson skrifar í Mbl:
“Orkuauðlindin hefur vaxandi þýðingu fyrir efnahagslega framtíð Íslands. Á sama hátt og 2009 er nú reynt að gera lítið úr þeim hættum sem felast í frekari innleiðingu regluverks ESB í orkumálum á Íslandi. Sagt er að einungis muni þær taka gildi ef lagður verði sæstrengur milli Íslands og Evrópu. En það er aðeins ein leið til að vera viss um að þetta gerist ekki og það er að hafna innleiðingu 3. orkupakkans eða að minnsta kosti fresta málinu um óákveðinn tíma. Íslendingum sjálfum er best treystandi til að nýta þessa og aðrar auðlindir landsins án afskipta eða yfirráða annarra þjóða.“

Lesa áfram „Þriðji orkupakki ESB: „Frestur er á illu bestur““
Deila þessu:

Stjórnvöld í Undralandi

Eyjólfur Ármannsson lögmaður

Eyj­ólfur Ármanns­son skrifar í Mbl:
“ Í umræðu um OP3 minn­ast stjórn­völd aldrei á orku­stefnu ESB en lýsa því yfir að aðal­mark­miði stefn­unn­ar verði ekki fylgt nema með samþykki Alþing­is. Frá fyrstu máls­grein fyrstu orku­til­skip­un­ar ESB í OP1 hef­ur mark­mið orku­stefnu ESB verið skýrt. Það er að koma á innri raf­orku­markaði ESB með sam­tengd­um og rekstr­ar­sam­hæfðum raf­orku­kerf­um á milli ESB-ríkja. Þetta aðal­mark­mið orku­stefnu ESB er margít­rekað í OP1, OP2 og OP3.

Lesa áfram „Stjórnvöld í Undralandi“
Deila þessu:

Viljum við hærra rafmagnsverð?

Sigurður Páll Jónsson alþingismaður

Sigurður Páll Jónsson skrifar:
„Þær breytingar sem eru fyrirsjáanlegar og nýtilkomnar hvað orkumálin varðar eru jú þriðji orkupakkinn og því er eðlilegt að velta fyrir sér hvort hann hafi eitthvað með málið að gera. Með þriðja orkupakkanum er auðvelt að sjá fyrir sér að orkuverð muni hækka því leiða má líkur að því að sæstrengur sé á döfinni, sérstaklega ef tekið er tillit til þess að hinn breski fjárfestir Edmund Truell segist vera tilbúinn með fjármagn til að leggja sæstreng og Landsvirkjun sjálf hefur sýnt mikinn áhuga á sæstreng.“

Lesa áfram „Viljum við hærra rafmagnsverð?“
Deila þessu:

Þriðji orkupakki ESB: Pólitísk skálmöld

Viðar Guðjohnsen

Viðar Guðjohnsen :
“Við skulum vona að forystumenn séu farnir að gera sér grein fyrir því að þriðja orkupakkanum fylgja pólitískar afleiðingar. Í raun er staðan orðin sú að ef menn sjá ekki að sér og hætta alfarið við innleiðingu þriðja orkupakkans gætu menn verið að festa í sessi alvarlega og djúpa stjórnarkreppu. Þeir stjórnmálamenn sem hafa hátt á samfélagsmiðlum og tala um einhverslags samevrópska ábyrgð í hvert sinn sem Brussel sendir okkur einhverja lagaflækju verða að hafa þetta í huga. Það er ábyrgðarleysi að ganga svo fram af kjósendum að þeir kjósa yfir sig stjórnarkreppu.”

Nánar á vefsíðu Mbl þ. 31. júlí 2019

Deila þessu:

Stofnanir ESB ráða í öllum ágreiningsmálum um 3. orkupakkann

Arnar Þór Jónsson héraðsdómari

Arnar Þór Jónsson héraðsdómari:
“Sem sér­samn­ing­ur geng­ur EES-samn­ing­ur­inn fram­ar almenn­um þjóðarrétt­ar­samn­ing­um. Því er mik­il­vægt að hafa í huga að Haf­rétt­ar­dóm­stóll­inn eða aðrar alþjóðastofn­an­ir munu ekki leysa úr ágrein­ings­mál­um vegna skuld­bind­inga Íslands tengd­um EES-samn­ingn­um, held­ur stofn­an­ir ESB.“

Lesa áfram „Stofnanir ESB ráða í öllum ágreiningsmálum um 3. orkupakkann“
Deila þessu: