
Steinn Jónsson skrifar í Mbl:
“Orkuauðlindin hefur vaxandi þýðingu fyrir efnahagslega framtíð Íslands. Á sama hátt og 2009 er nú reynt að gera lítið úr þeim hættum sem felast í frekari innleiðingu regluverks ESB í orkumálum á Íslandi. Sagt er að einungis muni þær taka gildi ef lagður verði sæstrengur milli Íslands og Evrópu. En það er aðeins ein leið til að vera viss um að þetta gerist ekki og það er að hafna innleiðingu 3. orkupakkans eða að minnsta kosti fresta málinu um óákveðinn tíma. Íslendingum sjálfum er best treystandi til að nýta þessa og aðrar auðlindir landsins án afskipta eða yfirráða annarra þjóða.“