Í frétt mbl.is þann 16. mars 2018 kemur fram að meirihluti Norðmanna er andvígur því að norskir ráðamenn samþykki nýjan orkumálapakka Evrópusambandsins í gegnum aðild Noregs að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar.
mbl.is vitnar í frétta norska dagblaðsins Nationen, en samkvæmt henni eru 52,3% Norðmanna andvíg því að orkumálapakkinn verði samþykktur en 8,8% eru hlynnt því. Aðrir taka ekki afstöðu.
Að lokum skrifar mbl.is:
Gagnrýnendur segja að samþykkt pakkans muni færa fullveldi yfir norskum orkumálum til orkustofnunar Evrópusambandsins og leiða til mun hærra orkuverðs til almennings. Ætlast er einnig til að Ísland samþykki orkumálapakkann vegna aðildar landsins að EES-samningnum.