Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var gestur Bítsins á Bylgjunni 15. nóvember 2018. Ráðherrann var m.a. spurður hverjir væru kostir orkupakkans en hann vék sér fimlega undan þeirri spurningu. Ráðherrann sagði hins vegar að málið væri í vandlegri skoðun í ráðuneytinu og þar væri leitað til færustu sérfræðinga, þar á meðal sérfræðinga sem hefðu gagnrýnt málið. Hér má hlusta á viðtalið.