Rúv.is segir þann 23. október 2018 frá því að Peter Örebech lagaprófessor við háskólann í Tromsö hafi fært rök fyrir því að það verði dómstóll ESB sem eigi síðasta orðið þegar kemur að því að túlka 125 gr. EES samningsins um eignarétt auðlinda. Dómstóllinn líti svo á að greinin eigi ekki að hindra frjálst flæði vöru. Fjórfrelsið standi framar eignarréttarákvæðinu.
„Með því að samþykkja þriðja orkupakkann er samþykkt að orka sé vara sem er hluti af EES-samningnum“, segir Peter. Það þýði að erfitt sé að koma í veg fyrir eða leggja bann við útflutningi á rafmagni um sæstreng. Þá komi til sögunnar grein 11 sem bannar útflutningshindranir bæði beint og óbeint. „Þá geta íslensk stjórnvöld ekki neitað erlendum orkufyrirtækum, til dæmis E. ON í Þýskalandi, að leggja sæstreng til Íslands“, segir Peter. Sjá frétt rúv.is