mbl.is segir frá því í frétt 26. júní 2013 að ráðgjafahópur um lagningu raforkustrengs til Bretlands hafi nú skilað tillögum til Ragnheiðar Elínar Árnadóttur Iðnaðarráðherra. Hópurinn telji frekari upplýsingar þurfa svo hægt sé að fullyrða um þjóðhagslega hagkvæmni slíks strengs.
Gunnar Tryggvason formaður hópsins sagði að hópurinn leggi til tvær leiðir. „Annars vegar að íslensk stjórnvöld hefji viðræður við Breta um með hvaða hætti íslensk orka gæti verið seld – á hvaða kjörum og til hversu langs tíma – í Bretlandi; hvort hún myndi falla undir þeirra ívilnunarkerfi um umhverfisvæna orku. Og í öðru lagi að Landsneti – og í samstarfi við Landsvirkjun og eftir atvikum önnur orkufyrirtæki – yrði heimilað að hefja viðræður við mótaðila við hinn enda strengsins um rekstur og eignarhald strengs. Í þessum viðræðum myndi koma miklu betri fótfesta undir forsendurnar sem þarf til að meta á endanum þjóðhagslega hagkvæmni strengsins,“ sagði Gunnar. Sjá frétt mbl.is og einnig viðtal við Gunnar Tryggvason. Einnig viðtal við Iðnaðarráðherra.