Raforkustrengur milli Íslands og Bretlands var helsta umfjöllunarefni ráðstefnu Bresk-íslenska verslunarráðsins sem fram fór 1. nóvember 2013 í London. Breski þingmaðurinn og fyrrum orkumálaráðherra, Charles Hendry sagðist sannfærður um að í Bretlandi væri pólitískur vilji til að skoða málið í þaula. Paul Johnson forstöðumarður þróunar hjá National Grid sagði Bretland þurfa að skoða fleiri sæstrengi til að efla orkuöryggi og hlut endurnýjanlegrar orku. Hann taldi National Grid hafa trú á sæstreng til Íslands, að það væri tæknilega framkvæmanlegt og ætti að geta reynst hagkvæmt. Sjá umfjöllun á vef Samorku og gögn ráðstefnunnar á vef Bresk Íslenska verslunarráðsins. Hér má sjá upptökur af erindum fyrirlesaranna.