Bjarni Jónsson (BJ) rafmagnsverkfræðingur hefur svarað athugasemdum ANR og fara þér hér á eftir, lið fyrir lið:
Haft er eftir formanni Sambands garðyrkjubænda á forsíðu Bændablaðsins, fimmtudaginn 1. nóvember, að innleiðing á þriðja orkupakka Evrópusambandsins myndi „án nokkurs vafa leiða til lagningar sæstrengs og hækkunar á raforkuverði“. Í kjölfarið sé „borðleggjandi að íslensk garðyrkja mun leggjast af í þeirri mynd sem hún er nú“.
ANR: Vegna þessa vill atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið árétta að þriðji orkupakkinn leggur engar skyldur á herðar Íslandi (sic) að samþykkja hugsanlegan sæstreng. Enginn vafi leikur á því að leyfisveitingarvaldið yrði eftir sem áður hjá íslenskum stjórnvöldum.
Svar BJ:
Prófessor Peter Örebechsýnir fram á í greiningu sinni á greinargerð BTP til iðnaðarráðherra frá17.09.2018, að valdið til að hafna eða samþykkja umsókn um aflsæstrengstenginguvið Ísland verður ekki lengur í höndum íslenzkra yfirvalda eftir innleiðinguÞriðja orkumarkaðslagabálksins hérlendis. Í kjölfar innleiðingar þessa orkupakka mun koma krafa um innleiðingugerða og tilskipana, sem gefnar hafa verið út eftir útgáfu Þriðjaorkupakkans. Ein þeirra erInnviðagerðin, nr 347/2013, sem m.a. samræmir matsreglur umsókna og kveður áum, að Landsreglari viðkomandi lands skuli meta umsóknir um millilandainnviðimeð viðkomandi Orkustofnun. Ef t.d.Orkustofnun hafnar umsókn, en Landsreglari mælir með samþykkt, ferágreiningurinn til úrskurðar ACER-Orkustofnunar ESB. Leyfisveitingavaldið verður fjarri því aðvera í raun hjá íslenzkum stjórnvöldum, þótt formlega sé það þar.
ANR: Engar millilandatengingar fara á verkefnalista ESB (PCI-lista) nema með samþykki viðkomandi stjórnvalda og reglugerðin um verkefnalistann hefur raunar ekki verið innleidd í EES-samninginn og er ekki hluti af þriðja orkupakkanum.
Svar BJ:
Það er engum vafa undirorpið, að verði Þriðji orkupakkinn innleiddur, þá mun ESB ekki linna látunum fyrr en Innviðagerðin hefur verið innleidd líka. Þar er kveðið á um skuldbindingar aðildarríkja til að framfylgja Kerfisþróunaráætlun ESB og aðlaga kerfisáætlanir sínar að henni. „Icelink“ er núna íKerfisþróunaráætlun ESB og verði misbrestur hérlendis á að hlýða henni, þá mun Landsreglarinn tilkynna það til ACER, og kæra um brot á EES-samninginum verðurþá væntanlega send til ESA-Eftirlitsstofnunar EFTA. Úrskurðaraðili í slíkum málum er EFTA-dómstóllinn.
ANR: Þá er sérstaklega kveðið á um að kerfisáætlun sambandsins sé óbindandi fyrir aðildarríkin. Af þessum ástæðum og fleirum er óhugsandi að slíkur strengur yrði lagður gegn vilja yfirvalda, enda hefur ekki verið bent á dæmi um að slíkt hafi gerst.
Svar BJ:
Það er aðeins í fyrsta umgangi, sem Kerfisþróunaráætlun ESB er óbindandi fyrir aðildarríkin. Landsreglarinn er eftirlitsaðili orkuflutningsfyrirtækjanna, t.d. Landsnets á Íslandi, og verði hann þess áskynja, að kerfisáætlun flutningsfyrirtækisins taki ekki mið af Kerfisþróunaráætlun ESB, getur hann krafizt útskýringa. Landsreglarinn leggur þær fyrir ACER, sem úrskurðar um, hvort þær eru haldbærar eða ekki.
ANR: Því hefur verið velt upp að mögulega geri grunnreglur EES-samningsins um frjálst vöruflæði að verkum að óheimilt sé að leggja fortakslaust bann við lagningu strengs, þó að eftir sem áður yrði hann háður leyfum samkvæmt málefnalegum sjónarmiðum. Sé það raunin er sú staða uppi nú þegar, hefur verið það frá því að EES-samningurinn var samþykktur fyrir um aldarfjórðungi, og er með öllu ótengt þriðja orkupakkanum.
Svar BJ:
Samkvæmt fyrrnefndri greiningu prófessors Peters Örebecks verða ákvæði EES-samningsins um Innri markaðinn, þ.m.t. talið bann við magntakmörkunum, virk fyrir íslenzka orkugeirann, þegar Alþingi innleiðir Þriðja orkumarkaðslagabálkinn. Þetta á t.d. við um fjárfestingar í orkugeiranum, orkumarkaðinn innanlands og magntakmarkanir á innflutningi ogútflutningi.
ANR: Loks er rétt að árétta að þriðji orkupakkinn breytir engu um heimildir stjórnvalda til að koma til móts við atvinnugreinar á borð við ylrækt, sem nýtur niðurgreiðslna á verulegum hluta af flutnings- og dreifikostnaði raforku. Þess má einnig geta að iðnaðarráðherra skipaði síðastliðið vor starfshóp til að fara yfir raforkumál garðyrkjubænda.
Svar BJ:
Hvers kyns ríkisstuðningur við fyrirtæki, sem mismunar fyrirtækjum á Innri markaðinum, er óleyfilegur að Evrópurétti. Ef t.d. einhver innflytjandi grænmetis til Íslands tekur upp á því að kæra meintar niðurgreiðslur á flutnings- og dreifingargjaldi á raforku til ylræktarbænda á Íslandi til ESA, þá mun ESA fylgja Evrópurétti við úrskurð sinn. Ef íslenzka ríkið þverskallast við að hlíta úrskurðinum, getur ESA kært meint brot til EFTA-dómstólsins.
Það stendur upp úr um öll þessi 5 atriði, sem ANR (les: Ólafur Teitur Guðnason, aðstoðarmaður iðnaðarráðherra) nefnir hér, að Alþingi mun framselja fullveldisrétt landsins í hendur ACER/ESB með því að samþykkja innleiðingu Þriðja orkumarkaðslagabálksins.