Þorsteinn Sæmundsson:
„Mjög hefur skort á þátttöku fjölmiðla í að kynna orkupakkamálið með skipulögðum hætti þó ekki megi setja alla undir sama ljós. Einkum hefur ríkisfréttastofan brugðist hlutverki sínu. Það er m.a. eftirtektarvert að fyrsta umfjöllun ríkisfréttastofunnar um fjöldasamtökin Orkuna okkar sem andæft hefur OP3 misserum saman fór í loftið fyrir viku. Ein umfjöllun að sjálfsögðu, síðan ekki söguna meir. Það er í sjálfu sér athugunarefni að RUV bregðist þannig lýðræðislegri og lögmæltri skyldu sinni. Önnur spurning er til hvers við rekum slíkan fjölmiðil fyrir almannafé ef hann efnir ekki lögmæltar skyldur sínar. Samkvæmt nýlegri könnun eru tveir þriðju hlutar þjóðarinnar á móti OP3. Þrátt fyrir það eru þeir sem taka svari þessa meirihluta sakaðir um andlýðræðislega tilburði. Hér snýr eitthvað á haus.“
Nánar í Mbl. 27. ágúst 2019