Elliði Vignisson:
“Það hefur verið fráleitt að hlusta stuðningsmenn OP3 stilla þeim sem hafa uppi efasemdir, sem andstæðingum samstarfs við aðrar þjóðir. Eða að þar með vilji þeir uppsögn á EES samningnum. Slík strámennska skilar ekki árangri. Við, eins og aðrar þjóðir, þurfum að eiga í samstarfi en eðlileg krafa er að slíkt samstarf sé tvíhliða og að í því felist ekki framsal á rétti þjóðarinnar til sjálfstærar ákvörðunartöku í mikilvægum málum,“ segir hann.
Elliði kveðst þó hreint ekki sannfærður um að þjóðaatkvæðagreiðsla sé vænlegur kostur.„Ég myndi langtum frekar vilja sjá mitt góða fólk hlusta eftir áhyggjum fólks og jafnvel þótt þau sannarlega geti keyrt málið í gegn, þá er betra að staldra við og vísa því til að mynda til umfjöllunar sameiginlegu EES nefndarinnar.
Nánar á vefsíðu Viljans þ. 12. ágúst 2019