Kári skrifar:
„Þegar sjónum er beint að lögsögu (jurisdiction) Evrópuréttar og efnahagslögsögu (EEZ) aðildarríkja ESB kemur ýmislegt athyglisvert í ljós. Rannsóknir sem gerðar hafa verið benda sterklega til þess að Evrópurétti verði beitt innan efnahagslögsögu ríkja, svo lengi sem aðildarríki [ESB] hefur lögsögu. Enda þótt Evrópusambandið hafi ekki sjálfstæða lögsögu, óháð aðildarríkjum sínum, þá kunna reglugerðir ESB, sem hafa bein réttaráhrif, einnig að hafa réttaráhrif innan efnahagslögsögu.“
Nánar á Ögmundur.is þ. 3. ágúst 2019