Hafin er undirskriftasöfnun á meðal flokksbundinna sjálfstæðismanna þess efnis að farið verði fram á það við miðstjórn Sjálfstæðisflokksins að fram fari atkvæðagreiðsla innan flokksins um þriðja orkupakka Evrópusambandsins.
Vísað er til skipulagsreglna Sjálfstæðisflokksins í þeim efnum þar sem kveðið er á um að miðstjórn skuli boða til slíkrar atkvæðagreiðslu óski að minnsta kosti 5 þúsund flokksbundnir sjálfstæðismenn eftir því þar sem ekki færri en 300 komi úr hverju kjördæmi.
Einnig kemur fram á vefsíðu undirskriftasöfnunarinnar undir léninu xd5000.is að farið sé fram á að spurningin sem spurt verði í mögulegri atkvæðagreiðslu verði þessi: „Vilt þú að þeim tilmælum sé beint til sameiginlegu EES-nefndarinnar að Ísland verði undanþegið innleiðingu þriðja orkupakkans?“
Nánar á fréttavef Mbl þ. 6. ágúst 2019