Guðrún Sæmundsdóttir skrifar á FB:
“ Ein stærsta lygin sem stuðningsmenn Orkupakkans beita í sinni baráttu er sú að EES-samningnum sé að þakka fyrir gott efnahagsástand á Íslandi og með synjun O#3 þá sé hann í hættu. Sannleikurinn er sá að EES-samningurinn gerði útrásarvíkingum kleift að rústa efnahag þjóðarinnar og valda því að þúsundir fjölskyldna misstu heimili sín. Það var óvæntur ferðamannastraumur sem reisti efnahag landsins úr rústum en þó eiga margar fjölskyldur enn um sárt að binda og eru fjötraðar í fátækt vegna afleiðinga efnahagshrunsins. „Orkuútrásin“ í boði EES-samningsins er hafin og það á að græða svo mikið á hækkun raforkuverðs að ástæða þykir til að stofna sérstakan þjóðarsjóð fyrir gróðann. Þessa verðhækkun eiga heimilin og fyrirtækin í landinu að borga.
Guðrún heldur áfram:
„Megum við búast við öðru hruni þegar
að fyrirtækin geta ekki staðið undir hækkun raforkuverðs?
- Íslensk fyrirtæki eru nú þegar að greiða hærri flutningskostnað, fjármagnskostnað og oft hærri launakostnað en erlendir samkeppnisaðilar og því mun hækkun raforkuverðs koma sér illa fyrir þau.
- Heimilin hafa nóg með sína greiðslubyrði og mega ekki við hækkun á raforkuverði.
Það er því full ástæða til að hafna innleiðingu O#3 og losa þjóðina undan fyrri orkupökkum svo að við getum aftur fengið fullt forræði yfir nýtingu og verðlagningu á raforkunni okkar.
Nánar hér