Hildur Sif Thorarensen:
”Það þriðja sem truflaði mig við lestur þessara lagabreytinga var hækkun á raforkueftirlitsgjaldi. HS orka bendir réttilega á að sú hækkun, úr 1 eyri í 1,45 aur, nemur 45% og mun sá kostnaður vissulega enda hjá neytendum. Samkvæmt greinargerð með lögunum er þessi hækkun tilkomin vegna þess að nú ætlar Orkustofnun að færa út kvíarnar og mun því þurfa meira fjármagn til að geta stundað sína starfsemi. Þess að auki þarf Orkustofnun nú að standa straum af ACER með hinum löndunum í EFTA og því fer hluti af þess- um gjöldum beinustu leið til Evrópu- sambandsins.”
Nánar í þ. Mbl. 5. júní 2019