Breski fjárfestirinn Edi Truell, sem fer fyrir fyrirtækinu Atlantic Superconnection, vill að bresk stjórnvöld gefi grænt ljós umfangsmiklar framkvæmdir sem geri Bretum kleift að sækja raforku til Íslands í gegnum sæstreng. Fjallað er um málið á vef The Times í dag. Þar segir að Truell hafi þrýst á Greg Clark, viðskiptaráðherra Bretlands, en Truell segir að öll fjármögnun liggi fyrir og nú þurfi hann aðeins samþykki stjórnvalda. Greint hefur verið frá því, að Atlantic Superconnection Corporation sé heiti á félagi breskra fjárfesta sem miði að því að fjármagna og setja upp 1.000 kílómetra langan sæstreng til Íslands.
Nánar á vefsíðu Mbl. þ. 27. maí 2019