Atlantic Superconnection segist nú bíða samþykkis stjórnvalda í Bretlandi og á Íslandi, ásamt ákvörðun um hvernig raforkuþörf sæstrengsins yrði mætt, og staðfestingu frá Landsneti um styrkingu íslenska raforkunetsins í tæka tíð. Að því öllu fengnu geti fyrirtækið hafist handa við framkvæmdir á næsta ári, 2019. Systurfélagið Disruptive Capital Finance muni, með aðkomu banka, lífeyrissjóða, lánastofnana og fjárfesta, leiða fjármögnun verkefnisins.
Árið 2019 myndi þá fara af stað framkvæmdaáætlun, samkvæmt vefsíðu fyrirtækisins, til ársins 2025, sem hefst á að reist yrði verksmiðjan þar sem sæstrengurinn yrði framleiddur. Árið 2025 væri framkvæmdinni lokið og afhending raforku um sæstrenginn myndi hefjast.
Nánar á vefsíðu Kvennablaðsins