„Það styttist í að þriðji orkupakkinn verði lagður fram á Alþingi, málið er á þingmálaskrá á þessu þingi en Þórdís Kolbrún segir ekki liggja fyrir nákvæmlega hvenær frumvarp hennar um efnið verður lagt fyrir. Fyrst mun utanríkisráðherra leggja fram þingsályktunartillögu vegna málsins, sem afléttir stjórnskipulegum fyrirvara.“ segir í frétt MBL.is 28. febrúar 2019
„Ég reikna með því að það sé ekki langt í það, og í kjölfarið er þetta frumvarp mitt, en nákvæmlega hvenær eða hvernig það mun líta út, það er bara áfram í vinnslu í ráðuneytunum tveimur,“ segir Þórdís Kolbrún.
„Málið hefur verið umdeilt og hávær gagnrýni hefur komið fram á innleiðingu þriðja orkupakkans, bæði innan flokks ráðherra og utan. Ráðherra segist ekki hræðast samtalið, þegar að því komi.“ segir í fréttinni.
Einnig segir Mbl.is: „Hún nefndi sérstaklega ávarpi sínu á ársfundi Landsvirkjunnar í dag að hópur fólks hygðist mótmæla innleiðingu orkupakkans og nota til þess slagorðið „Orkan okkar“, en félagasamtök með því nafni voru einnig stofnuð í haust, um það leyti er umræður um orkupakkann voru í hámæli, samkvæmt því sem fram kemur í fyrirtækjaskrá. Ráðherra segist hafa heyrt frá þessum samtökum.“