fbpx

Gömlu nýlenduveldin eru enn að ásælast auðlindir annarra þjóða. Ísland er næst…

Styrmir Gunnarsson f.v. ritstjóri

Styrmir Gunnarsson:
„Þegar EES-samningurinn var gerður á sínum tíma datt engum í hug, að í krafti hans mundu ESB-ríkin reyna að ná áhrifum í nýtingu auðlinda á Íslandi. Hafi einhverjum dottið það í hug hafa þeir hinir sömu þagað vandlega yfir því. Um þetta snýst orkupakkamálið nú. Endalausar lagaskýringar fram og til baka eru ekki kjarni málsins. Heldur sú staðreynd að með því að samþykkja orkupakka 3 erum við að gefa frá okkur yfirráð yfir annarri mestu auðlind okkar „

„Þegar Alþingi samþykkti að sækja um aðild fyrir Íslands hönd að Evrópusambandinu sumarið 2009 var alltaf ljóst að með aðild mundu fiskimiðin við Ísland færast undir stjórn embættismanna í Brussel í smáu og stóru vegna þess að þá hefði Ísland fallið undir sameiginlega fiskveiðistefnu ESB. Það tókst að koma í veg fyrir það. Nú er að verða til það sem kallað er sameiginlegur orkumarkaður ESB. Og nú er að því stefnt í krafti EESsamningsins að fella Ísland undir regluverk þess sameiginlega orkumarkaðar. Hvers vegna töldum við Íslendingar hagstætt fyrir tæpum þremur áratugum að gera þann samning? Það var vegna þess, að með honum gátum við tryggt okkur aðgang að fiskmörkuðum í Evrópu“

Meira í Mbl. þ. 17. ágúst 2019

Deila þessu: