Sjálfstæðismenn vilja kosningu um 3. orkupakka ESB

Haf­in er und­ir­skrifta­söfn­un á meðal flokks­bund­inna sjálf­stæðismanna þess efn­is að farið verði fram á það við miðstjórn Sjálf­stæðis­flokks­ins að fram fari at­kvæðagreiðsla inn­an flokks­ins um þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins.

Vísað er til skipu­lags­reglna Sjálf­stæðis­flokks­ins í þeim efn­um þar sem kveðið er á um að miðstjórn skuli boða til slíkr­ar at­kvæðagreiðslu óski að minnsta kosti 5 þúsund flokks­bundn­ir sjálf­stæðis­menn eft­ir því þar sem ekki færri en 300 komi úr hverju kjör­dæmi.
Einnig kem­ur fram á vefsíðu und­ir­skrifta­söfn­un­ar­inn­ar und­ir lén­inu xd5000.is að farið sé fram á að spurn­ing­in sem spurt verði í mögu­legri at­kvæðagreiðslu verði þessi: „Vilt þú að þeim til­mæl­um sé beint til sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar að Ísland verði und­anþegið inn­leiðingu þriðja orkupakk­ans?“

Nánar á fréttavef Mbl þ. 6. ágúst 2019

Deila þessu: