Steinn Jónsson skrifar í Mbl:
“Orkuauðlindin hefur vaxandi þýðingu fyrir efnahagslega framtíð Íslands. Á sama hátt og 2009 er nú reynt að gera lítið úr þeim hættum sem felast í frekari innleiðingu regluverks ESB í orkumálum á Íslandi. Sagt er að einungis muni þær taka gildi ef lagður verði sæstrengur milli Íslands og Evrópu. En það er aðeins ein leið til að vera viss um að þetta gerist ekki og það er að hafna innleiðingu 3. orkupakkans eða að minnsta kosti fresta málinu um óákveðinn tíma. Íslendingum sjálfum er best treystandi til að nýta þessa og aðrar auðlindir landsins án afskipta eða yfirráða annarra þjóða.“
Steinn heldur áfram:
“ Nú stöndum við frammi fyrir annarri ákvörðun sem snertir auðlindamálin þar sem er frekari innleiðing á reglugerðum ESB í orkumálum. Orkuauðlindin hefur vaxandi þýðingu fyrir efnahagslega framtíð Íslands. Á sama hátt og 2009 er nú reynt að gera lítið úr þeim hættum sem felast í frekari innleiðingu regluverks ESB í orkumálum á Íslandi. Sagt er að einungis muni þær taka gildi ef lagður verði sæstrengur milli Íslands og Evrópu. En það er aðeins ein leið til að vera viss um að þetta gerist ekki og það er að hafna innleiðingu 3. orkupakkans eða að minnsta kosti fresta málinu um óákveðinn tíma. Íslendingum sjálfum er best treystandi til að nýta þessa og aðrar auðlindir landsins án afskipta eða yfirráða annarra þjóða. Á sama hátt og við erum nú vitrari um Evrópusambandið 10 árum eftir hina óhyggilegu umsókn um aðild þá mun tíminn aðeins vinna með okkur í þessu máli ef við tökum ekki fljótfærnislega ákvörðun. Afstaða Norðmanna og þrýstingur frá þeim ætti ekki að ráða afstöðu okkar. Þeir eru nú þegar með sæstrengi og hafa aðra hagsmuni en við. „
Mánar á vef Mbl þ. 1. ágúst 2019