fbpx

Plaköt til dreifingar

Orkan okkar hefur látið prenta plakat með 5 mikilvægustu ástæðunum til að hafna 3. orkupakka ESB. Plakötin eru af stærðinni A3 og eru ætluð til upphengingar á fjölförnum stöðum eins og matvörubúðum, kaffihúsum, verslunarmiðstöðvum, fjölbýlishúsum og víðar þar sem leyfi fæst fyrir upphengingunni.

Plakatið bíður þess eins að vera dreif sem víðast

Skoðasystkin okkar eru hvött til að taka þátt í dreifingunni. Þeir sem vilja leggja okkur lið í þessu verkefni eru hvattir til að hafa samband í síma: 849 77 16 eða senda okkur skilaboð í gegnum læksíðuna Orkan okkar á Facebook. Það er líka hægt að senda póst á orkanokkar@gmail.com

Ástæðurnar sem eru á plakatinu voru fundnar út með því að leggja fyrir könnun með 11 atriðum. Þátttakendur eru andstæðingar orkupakkans. Það má nálgast þessa könnun með því að smella hér. Ef einhver vill prenta plakatið út sjálfur þá er það aðgengilegt með því að smella á annaðhvort krækjuna eða niðurhalshnappinn hér fyrir neðan.

Deila þessu: