Frosti Sigurjónsson:
“Verði ekkert gert til að draga úr þeirri áhættu sem hér gæti skapast, hlýtur forsetinn að skoða málið mjög rækilega áður en hann skrifar undir. Að öðrum kosti væri hann að samþykkja óútfylltan víxil á þjóðina, þar sem fjárhæðirnar gætu hlaupið á tugum milljarða.”
—
“ Til að útiloka tjón þurfa þingmenn að vísa orkupakkanum aftur til utanríkismálanefndar. Breyta þarf þingsályktuninni á þann veg að ríkisstjórninni verði aðeins heimilt að samþykkja þriðja orkupakkann inn í EES-samningin eftir að sameiginlega EES-nefndin hefur fundað og veitt Íslandi skýra undanþágu frá innleiðingu pakkans í landsrétt. Slík undanþága ætti að vera auðsótt ef marka má yfirlýsingar EFTA og ESB um að pakkinn hafi afar takmarkaða þýðingu hér á landi. Sameiginlega EES-nefndin fundar reglulega og gæti því leyst málið á skömmum tíma. „
Nánar í Mbl. þ. 16. maí 2019