Ögmundur Jónasson:
„Og hvað hinn skelfilega glæp áhrærir að eldast með árunum þá skal ég játa að með aldrinum hefur ekki dregið úr andstöðu minni við einkavæðingu grunnþjónustu. Ég hef leyft mér að skýra það í ljósi þeirrar reynslu sem einkavæðingin hefur fært okkur, óhagkvæmara kerfi með rándýrum milliliðum sem maka krókinn á kostnað samfélagsins. Varla eru það elliglöp að koma auga á þetta?
Auðvitað á ekki að láta oflátunga á fjölmiðlum eða Alþingi komast upp með að þagga niður umræðu með því að gera lítið úr fólki vegna aldurs. Þar fyrir utan getur það varla talist rétt að horfa framhjá öllu unga fólkinu sem vill að orkan sé okkar,“
Nánar á vefsíðu Viljinn.is þ. 15. maí 2019