fbpx

Afhending undirskrifta

Guðjón S. Brjánsson, 1. varaforseti Alþingis, tók á móti tæplega 14.000 undirskrifum þeirra sem hafa skrifað undir áskorun til þingmanna að hafna samþykkt á Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 97/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn).

Fyrirvarinn til að safna undirskriftunum saman og ganga frá þeim til afhendingar var ekki langur en málið var tekið úr nefnd fyrir hádegi í gær. Rafrænu undirskriftirnar voru yfirfarnar og prentaðar út kl. 19:00 í gærkvöldi en ekki reyndist unnt að safna öllum eiginhandarundirritunum saman.

Guðjón S. Brjánsson, 1. varaforseti Alþingis, tekur við undirskriftunum úr höndum Frosta Sigurjónssonar

Undirskriftarsöfnunin heldur áfram þar til atkvæðagreiðsla um málið hefur farið fram. Krækja á undirskriftarsöfnunina.

Deila þessu: