Frosti Sigurjónsson:
„Utanríkisráðherra Íslands og fleiri gefa í skyn að segi Alþingi nei við orkupakkanum þá muni EES-samningurinn vera í hættu en því er öfugt farið. Við þurfum einmitt að segja nei við þriðja orkupakkanum til að verja EES-samstarfið.
Í 25 ár hafa aðildarríki haft heimild skv. EES-samningnum til að hafna löggjöf og lagabreytingum frá ESB. Í 102. gr. samningsins er fjallað um hvernig skuli þá bregðast við. Sameiginlega EES-nefndin skal þá „gera sitt ýtrasta til að finna lausn sem aðilar geta sætt sig við“. Skynsamleg lausn gæti falist í því að Ísland yrði undanþegið orkupakkanum enda er Ísland ekki tengt orkumarkaði ESB.“
Nánar í Mbl. 4. maí 2019