Flokkur fólksins segir NEI

Inga Sæland

Inga Sæland skrifar:
„Það er líka fráleitt að vera að réttlæta þessa innleiðingu þriðja orkupakkans með því að bera fyrir sig aukna neytendavernd. Ég bara spyr: „Vernda okkur fyrir hverju?“ Við búum við eitt öruggasta og ódýrasta raforkukerfi í heimi. Hverra hagsmuna ganga stjórnvöld sem vilja skáka þessum forréttindum íslenskra neytenda? Það er jú ekki margt sem íslenskur almenningur getur glaðst yfir að sé hagstæðara í varðlagningu hér á landi en í löndunum í kringum okkur. Við búum við verðtryggingu, okurvexti, himinhátt verð á húsnæðismarkaði ásamt okurverði á flestallri nauðsynjavöru. Eitt er þó víst, að raforkan stendur upp úr sem ein verðmætasta auðlind okkar og hana ber að vernda með öllum ráðum til allrar framtíðar.“

Nánar í Mbl þ. 24. apríl 2019

Deila þessu: