Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar á Alþingi um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 93/2017 um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn — það sem í daglegu tali er nefnt þriðji orkupakkinn.
Í tillögunni felst að Alþingi álykti að heimild ríkisstjórnarinnar til að staðfesta ákvörðunina verði borin undir almenning í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu.
Sjá nánar á Viljinn.is