Inga Sæland, formaður Flokks fólksins skrifaði harðorða grein um orkupakka þrjú sem birtist í Morgunblaðinu 28. nóvember 2018. Inga skrifar m.a. „Nú er mikill þrýstingur frá orkuþurfandi Evrópu að fá Íslendinga til að undirgangast hinn svokallaða þriðja orkupakka. Áður hafa stjórnvöld kvittað upp á orkupakka eitt og tvö með tilheyrandi kostnaði. Þá sérstaklega með hækkandi orkuverði til almennings. “ og bætir við „Eftir áratuga baráttu fyrir fullveldi íslensku þjóðarinnar er ég ekki tilbúin að afsala því nú. Þriðji orkupakkinn kemur okkur ekki við og því til staðfestingar er nóg að líta á landakortið.“