Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vill klára þriðja orkupakkann með fyrirvara. Hann yrði um að Ísland undirgangist ekki ákvæði um sameiginlegan orkumarkað Evrópu fyrr en og ef Íslendingar ákveddu einhvern tímann í framtíðinni að þeir vildu tengjast Evrópu með sæstreng. Þetta sagði Sigurður Ingi á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag 17. nóvember 2018. Nánar í frétt RÚV.