Guðmundur Franklín ræddi meðal annars Brexit og þriðja orkupakkann í Útvarpi Sögu þann 16. nóvember 2018. Guðmundur segir að atburðarásin eftir samþykkt pakkans verði fyrirsjáanleg: ” Evrópusambandið bíður færis og með tíð og tíma segja þeir að ekki gangi að hafa orkuna á einni hendi þar sem það gangi gegn samkeppni og því yrði þessu skipt niður á fjögur fyrirtæki svona svipað eins og þegar bankarnir voru gefnir til glæpaklíkna, síðan eftir tíu til fimmtán ár þá eru það bara fjórar fjölskyldur í landinu sem eiga alla orkuna“. Hlusta á þáttinn á vef Útvarp Sögu.