Stjórnmálaályktun Miðflokksins: „Orkupakk­inn inn­leidd­ur þrátt fyr­ir viðvar­an­ir“

Mbl.is 4. nóvember 2018
Miðflokk­ur­inn seg­ir að allt bendi til þess að rík­is­stjórn­in ætli sér að inn­leiða hinn svo­kallaða þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins, þrátt fyr­ir ótal viðvar­an­ir, heim­an frá og að utan.

„Það er ótækt að jafn­stórt hags­muna­mál og hér um ræðir sé látið reka á reiðanum af starf­andi stjórn­völd­um. Að lík­ind­um í trausti þess að málið, sem kall­ar á veru­legt full­veld­is­framsal, renni í gegn­um rík­is­stjórn og Alþingi, án þess að til varna verði tekið.“ 

Þetta kem­ur fram í stjórn­mála­álykt­un sem var samþykkt á flokkráðsfundi Miðflokks­ins í dag, en fund­ur­inn fór fram á Ak­ur­eyri og lauk nú síðdeg­is.

Fram kem­ur í álykt­un­inni, að á hundrað ára full­veldi Íslands virðist rík­is­stjórn­inni fyr­ir­munað að gera það eina sem þjóðin krefj­ist af henni, það sé að verja full­veldið.

Ályktun Miðflokksins

Deila þessu: