mbl.is – „Hættu­leg­ur fyr­ir sjálf­stæðið okk­ar“

Í frétt mbl.is þann 20. mars 2018 er fjallað um viðtal norska frétta­vefsins Abcnyheter.no við Óla Björn Kárason, þing­mann Sjálf­stæðis­flokks­ins sem segir:

„Mikl­ar áhyggj­ur eru af reglu­verki Evr­ópu­sam­bands­ins um orku­mál á Íslandi. Ekki aðeins í okk­ar flokki held­ur í næst­um öll­um stjórn­mála­flokk­un­um fyr­ir utan þá tvo flokka sem styðja inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið, sósí­al­demó­krat­ana og Viðreisn.“

Tilefni viðtalsins er eftirfarandi ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins:

„Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafn­ar frek­ara framsali á yf­ir­ráðum yfir ís­lensk­um orku­markaði til stofn­ana Evr­ópu­sam­bands­ins,“ seg­ir meðal ann­ars í álykt­un­inni sem breið samstaða var um á lands­fundi flokks­ins sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is. 

Norski fréttamiðillinn hefur einnig eftir Óla Birni í viðtal­inu:

„Miðað við þá vitn­eskju sem ég hef um málið mun ég aldrei greiða at­kvæði með þess­um orku­málapakka frá Evr­ópu­sam­band­inu. Hann er hættu­leg­ur fyr­ir sjálf­stæðið okk­ar.“

mbl.is rifjar einnig upp að „Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, gagn­rýndi Evr­ópu­sam­bandið í umræðum á Alþingi í síðasta mánuði fyr­ir að reyna ít­rekað að fá EFTA/​EES-rík­in til þess að gang­ast með bein­um hætti und­ir vald stofn­ana sam­bands­ins þvert á tveggja stoða kerfi EES-samn­ings­ins.“

mbl.is getur einnig mótmæla í Nor­egi fyr­ir framan norska Stórþingið í Ósló.  En orku­málapakk­inn færir völd yfir norsk­um orku­mál­um til fyr­ir­hugaðrar orku­mála­stofn­un­ar Evr­ópu­sam­bands­ins.

Frá mótmælunum fyrir utan norska þingið í gær.
Frá mót­mæl­un­um fyr­ir utan norska þingið í gær. Ljós­mynd/​Nei til EU

Að lokum getur mbl.is þess að skoðana­könn­un sem birt var á dög­un­um sýndi að inn­an við 10% Norðmanna styddu samþykkt orku­málapakk­ans en rúm­ur helm­ing­ur þeirra væri því and­víg­ur. Til stend­ur að málið verði tekið fyr­ir á Stórþing­inu á fimmtu­dag.

Fréttin á mbl.is

Deila þessu: