fbpx

mbl.is – Mótmæla orkumálatilskipun ESB

Í frétt mbl.is 12. mars 2018 er þess getið að verka­lýðshreyf­ing­in í Nor­egi leggist gegn því að norska Stórþingið samþykki þriðja orku­málapakka Evr­ópu­sam­bands­ins í gegn­um EES-samn­ing­inn. Mik­il andstaða er við málið á meðal norskra stjórn­mála­manna og hags­muna­sam­tök starfs­manna í orkuiðnaðinum leggj­ast einnig gegn því að um­rædd lög­gjöf sam­bands­ins verði inn­leidd í Nor­egi.

mbl.is vitnar frétt norska dag­blaðsins Nati­on­en um stór aðild­ar­fé­lög inn­an verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar séu and­snú­in inn­leiðing­ar lög­gjaf­ar­inn­ar sem fel­ur í sér samþykkt á því að norski orkuiðnaður­inn falli und­ir valdsvið stofn­un­ar Evr­ópu­sam­bands­ins á sviði orku­mála sem nefnd er ACER (Agency for the Cooperati­on of Energy Reg­ulators).

Verka­lýðshreyf­ing­in tel­ur að ekki hægt að mæla með því að lög­gjöf­in verði samþykkt án þess að gerð verði ná­kvæm út­tekt á af­leiðing­um þess. Mik­il andstaða er einnig inn­an norska Verka­manna­flokks­ins en for­ysta hans er þó hlynnt því að inn­leiða lög­gjöf­ina. Miðflokk­ur­inn og Sósíal­íski vinstri­flokk­ur­inn leggj­ast hins veg­ar gegn lög­gjöf­inni.

Leiðtogi Verka­manna­flokks­ins, Jon­as Gahr Støre, hef­ur sagt að verði orku­málapakk­inn ekki samþykkt­ur gæti Evr­ópu­sam­bandið sett höml­ur á orku­út­flutn­ing Norðmanna. Þessu hafa sam­tök starfs­manna orku­fyr­ir­tækja í Nor­egi vísað á bug. Ætl­ast er til þess einnig að um­rædd lög­gjöf sam­bands­ins um orku­mál verði tek­in upp hér á landi.

Fréttin á mbl.is

Deila þessu: