fbpx

Framsýn stéttarfélag hafnar hugmyndum um sæstreng

Sagt er frá því í frétt mbl.is 31. maí 2012 að Framsýn stéttarfélag þingeyinga hafi á aðalfundi ályktað að hafna alfarið hugmyndum Landsvirkjunar og stjórnvalda um að flytja út orku með sæstreng til Evrópu. „Komi til þess að nátt­úru­auðlind­ir á Íslandi verði virkjaðar til at­vinnu­sköp­un­ar í Evr­ópu mun það án efa draga úr hag­vexti og at­vinnu­upp­bygg­inu á Íslandi með hækk­andi raf­orku­verði til fyr­ir­tækja og heim­il­anna í land­inu. Í því mikla end­ur­reisn­ar­starfi sem framund­an er eft­ir hrunið er ábyrgðar­hluti að ætla að mæta því með því að selja ork­una til út­landa. Því mót­mæl­ir aðal­fund­ur Fram­sýn­ar – stétt­ar­fé­lags.“ Frétt mbl.is

Deila þessu: