
Sagt er frá því í frétt mbl.is 31. maí 2012 að Framsýn stéttarfélag þingeyinga hafi á aðalfundi ályktað að hafna alfarið hugmyndum Landsvirkjunar og stjórnvalda um að flytja út orku með sæstreng til Evrópu. „Komi til þess að náttúruauðlindir á Íslandi verði virkjaðar til atvinnusköpunar í Evrópu mun það án efa draga úr hagvexti og atvinnuuppbygginu á Íslandi með hækkandi raforkuverði til fyrirtækja og heimilanna í landinu. Í því mikla endurreisnarstarfi sem framundan er eftir hrunið er ábyrgðarhluti að ætla að mæta því með því að selja orkuna til útlanda. Því mótmælir aðalfundur Framsýnar – stéttarfélags.“ Frétt mbl.is